Stafrænir
vélstjórar
óskast

Stafrænir
vélstjórar
óskast

Skoða nánar

Við finnum nýjar leiðir

Pipar\TBWA á sér býsna langa sögu og hefðir. Fólkið okkar er á öllum aldri með alls konar bakgrunn og reynslu og af öllum landshornum. Við viljum heldur ekki hafa það öðruvísi því vörumerkin sem við vinnum með á hverjum degi eru einmitt þannig. Alls konar. Á Pipar\TBWA eru tískufrík og stjörnuhönnuðir, bíladellunörd og sagnfræðipælarar að ógleymdu tónlistarfólkinu og golfurunum – og tónlistarsmekkurinn er afskaplega breiður.

En það eru ekki hefðirnar sem gilda til að ná til fólks enda er það ekki hlutverk okkar að gera eins og allir hinir, þvert á móti. Þú nærð til fólks með því að koma á óvart og gera öðruvísi, á einhvern skemmtilegan hátt. Þar liggur okkar meginhefð … við finnum nýjar leiðir. Enda er Disruption®   kjarninn í því sem við gerum.

Viltu vita meira um okkur?