Fimmtudagur

FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKSMOLAR UM MARKAÐSMÁL OG AUGLÝSINGAR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKSMOLAR UM MARKAÐSMÁL
OG AUGLÝSINGAR
104
3/1/2019
2019 VERÐUR ÁR ÁSKORANA
Hvað segir jólablandan þín um þig?
Neyðarpakkatakkinn í Kringlunni
Olís opnar nýja hraðhleðslustöð
Leitarorðin 2018
Takk fyrir árið 2018!
2019 VERÐUR ÁR ÁSKORANA

Árið 2018 var viðburðaríkt hjá Pipar\TBWA en einn af hápunktunum var þó innkoma The Engine til okkar. Með þeim liðsauka efldist enn frekar sá grunnur sem lagður hefur verið á undanförnum árum í stafrænni markaðssetningu. Við erum eina fyrirtækið á Íslandi sem er „Google Premier Partner“ en í því felst viðurkenning á að hér starfar hópur fólks með sérþekkingu á markaðssetningu í gegnum Google, einum stærsta auglýsingamiðil í heiminum.

Við tókum við viðurkenningu frá VR í Fyrirtæki ársins og í þetta skipti var það gullið. Það skiptir okkur miklu máli því Pipar\TBWA er ekkert annað en starfsfólkið og góð samvinna og andi í fyrirtækinu er lykilatriði. Við leggjum mikla áherslu á jafnrétti og virðingu og því tengt erum við með Jafnlaunavottun VR og skrifuðum á árinu undir samstarfssamning vegna Jafnréttisvogar FKA þar sem við tökum virkan þátt.

Við lifum á tímum mikilla og stöðugra breytinga. Það á auðvitað líka við um auglýsingabransann enda erum við ekki lengur „aðeins“ auglýsingastofa heldur ráðgjafafyrirtæki, tæknifyrirtæki – alhliða markaðsfyrirtæki. Eða eins og klisjan segir þá bjóðum við „heildarlausnir“ í markaðsmálum. Við vinnum til dæmis þessa dagana í stórum verkefnum sem tengjast því að ná til forstjóra stórra fyrirtækja í Bretlandi og áhugasamra ferðamanna á vesturströnd Bandaríkjanna. Einnig hnippum við í unglinginn á Íslandi með ákalli um að bera virðingu fyrir jafnöldrum sínum og bíleigendur til að fá sér eldsneyti á réttum stað. Þetta er það sem gerir vinnu okkar svo spennandi og skemmtilega, viðfangsefnin verða sífellt fjölbreyttari. Sömuleiðis er magnað að upplifa að hægt sé að ná góðum árangri á erlendum mörkuðum á verði sem íslensk fyrirtæki ráða við.

Góðar hugmyndir og aðferðafræði í bland við notkun fjölbreyttra miðla eru eftir sem áður grunnurinn að góðum árangri. Við hlökkum til að takast á við verkefni ársins 2019 með okkar viðskiptavinum. 2019 verður án efa spennandi ár mikilla áskorana í kröftugri samkeppni. Gleðilegt ár, lesandi góður!
Guðmundur Pálsson, framkvæmdastjóri.

Hvað segir jólablandan þín um þig?

Hin sígilda blanda af Malti og Appelsíni er á borðum flestra landsmanna yfir hátíðarnar og eru skoðanir skiptar á því hver hlutföll drykkjanna eigi að vera til að búa til hina fullkomnu samsetning (svo ekki sé minnst á hvort Maltið eigi að fara fyrst í könnuna eða Appelsínið). Á jolablandan.is getur þú búið til þína eigin blöndu, jafnvel bætt við Pepsi eða Hvítöli, og komist að því hvað hún segir um þig.

Neyðarpakkatakkinn í Kringlunni

Að finna góða jólagjöf er vandasamt og tímafrekt í annríki jólaundirbúnings. Við aðstoðuðum Kringluna við stafræna útfærslu á „neyðarpakkatakka“ sem settur var upp á Facebook-síðu þeirra. Með þessum takka var hægt að fá persónulega þjónustu á netinu eða hitta aðstoðarmanneskju í Kringlunni í eigin persónu og fá hjálp við að velja síðast pakkann. Neyðarpakkatakkanum var afskaplega vel tekið og fjöldi fólks naut hlýlegrar þjónustu Kringlu-starfsfólks við að velja góða gjöf fyrir ástvini sína.

Olís opnar nýja hraðhleðslustöð

Olís opnaði nýja hraðhleðslustöð á dögunum. Álfheimar eru nú sannkölluð fjölorkustöð, en þar hefur einnig verið metanafgreiðsla um árabil. Hraðhleðslustöðin er nýtt grænt skref hjá Olís. Ísak Winther hönnunarstjóri Pipar\TBWA hannaði stöðina og Merking setti upp.

Leitarorðin 2018

Sennilega er Google einn besti samfélagsrýnir sem völ er á nú til dags, að minnsta kosti meðal þróaðri ríkja. Fólk um allan heim flettir hugðarefnum sínum upp á Google og því má segja að leitarorðin endurspegli á vissan hátt það sem gengur á í heimsbyggðinni hverju sinni. Í lok árs er gaman að skoða hvað stendur upp úr á árinu og fá þannig skemmtilegan og upplýsandi annál.

Það kemur ef til vill ekki mörgum á óvart að World Cup sé í fyrsta sæti á heimsvísu yfir vinsælustu leitarbeiðnina árið 2018, enda fór heimsmeistaramót karla í knattspyrnu fram í fyrrasumar. Fotbolti.net rataði jafnframt inn á vinsældarlistann á Íslandi en þó voru enn fleiri sem flettu upp Eurovision 2018. Meðal annarra leitarorða sem fóru á flug hjá Íslendingum eru Orðasnakk og Fortnite en hvort tveggja er heiti á vinsælum tölvuleik. Þá var Íslendingabók einnig vinsælt uppflettiorð sem og fréttasíðurnar mbl.is, dv.is og visir.is. Veðrið var löndum einnig hugleikið en vedur.is er í áttunda sæti yfir algengasta leitarorðið á Google á Íslandi árið 2018.

Áhugi á brúðkaupi Harrys Bretaprins og hinnar bandarísku Meghan Markle virðist hafa verið mikill um heim allan en um leið og Royal Wedding er í fjórða sæti fyrir fréttir ársins er Meghan Markle sú manneskja sem oftast var flett upp. Fellibylurinn Florence sem gekk yfir Grænhöfðaeyjar vakti sömuleiðis mikla athygli en hann er í öðru sæti á Google fyrir fréttir ársins. Sænski tónlistarmaðurinn Avicii og bandaríski tónlistarmaðurinn Mac Miller eru í öðru og þriðja sæti á Google 2018 um heim allan en þeir létust báðir á árinu.

Á Google getur þú tekið þátt í stuttum spurningaleik og séð hvort þú varst með puttann á púlsinum árið 2018.

Takk fyrir árið 2018!

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá örlítið brot af því sem við vorum að fást við síðastliðið ár. Við þökkum Jóa P. og Króla fyrir lánið á laginu.

Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar?
Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
FIMMTUDAGUR er sendur til viðskiptavina og vina Pipars\TBWA.
Ég vil gerast áskrifandi að Fimmtudegi
Fimmtudagur kemur alla jafna út fyrsta fimmtudag í mánuði
Takk fyrir að gerast áskrifandi að Fimmtudegi
Því miður kom upp villa. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.