Fimmtudagur

FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKSMOLAR UM MARKAÐSMÁL OG AUGLÝSINGAR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKSMOLAR UM MARKAÐSMÁL
OG AUGLÝSINGAR
#97
7/6/2018
Viltu að hugmyndin þín dafni eða deyi?
VIRK: Gefst ekki upp
Mæðrastyrkur
Má grilla þetta?
Fyrirmyndarfyrirtækið Pipar\TBWA 2018
Viltu að hugmyndin þín dafni eða deyi?

Ég er leikstjóri og hugmyndasmiður. Þegar ég fer á tökustað hef ég alltaf með mér þrjú tæki: Myndavél, Leatherman og clipboardið mitt. Áður en ég fer á tökustað eru skrefin sem þarf að taka hinsvegar óteljandi. Skrif, endurskrif, hugmyndavinna, vettvangskannanir, fundir, storyboards, skissur, leikaraprufur, æfingar, art direction og margskyns annar undirbúningur. Tökudagurinn sjálfur er kannski 5% af vinnunni sem fer í að búa til auglýsingu.

Mikilvægasti hluti undirbúningsins er þó hugmyndavinnan. Bæði sjálf grunnhugmyndin en ekki síður sú vinna sem fer í að skrifa handrit og þróa heiminn sem sagan gerist í. Ég hef of oft séð góðar hugmyndir verða að slæmri afurð vegna þess að ekki er lögð nægileg vinna í að klára hugmyndirnar, kafa ofan í þær, brjóta þær niður, viðra þær og spyrja krefjandi spurninga. Þetta er sá hluti vinnunnar sem hefur minnstan glamúr, þetta eru skotgrafirnar þar sem hugmyndafólk þroskast og dafnar, eða deyr. Það er miklu skemmtilegra að vera á brainstorm-fundum en að sitja við tölvuna og hamra út 30 útgáfur af sömu hugmyndinni. Og það er líka miklu skemmtilegra að vera á tökustað en að sitja við skrifborðið að endurskrifa handrit eða búa til skotlista og tökuplan. Öll þessi skref eru þó mjög mikilvæg.

Þegar á tökustað, og seinna í klippiherbergið, er komið skilar þessi vinna sér margfalt. Allt tökuliðið finnur strax fyrir því þegar hugmyndirnar ganga upp, eru þroskaðar og vel úthugsaðar. Það gerir tökudaginn að leik frekar en erfiðri vinnu.

Lykilatriði í þróunarvinnunni er náin samvinna tökuliðs og hugmyndateymis. Ef þessi tenging rofnar er hætt við því að hugmyndir fái ekki að þróast nægilega eða þá að þær þróist í ranga átt. Flæði upplýsinga milli leikstjóra og hugmyndateymis þarf því alltaf að vera gott. Flæðinu þarf svo að fylgja eftir alla leið í gegnum eftirvinnslu til að enda með frábæra afurð sem er öllum til sóma.

– Snorri Sturluson, leikstjóri\hugmyndasmiður

VIRK: Gefst ekki upp

Auglýsingaherferðin Gefst ekki upp sem við unnum á vordögum er samvinnuverkefni VIRK – starfsendurhæfingar, nokkurra stéttarfélaga, ráðuneyta, Reykjavíkurborgar og Landssambands lífeyrissjóða.
Markmið herferðarinnar var að hvetja stofnanir og fyrirtæki til að skoða ráðningar með opnum huga, en það er mikilvægt að samfélagið taki vel utan um þá einstaklinga sem af einhverjum ástæðum falla út af vinnumarkaði.
Samhliða auglýsingaherferðinni var vefsíðan verumvirk.is sett í loftið en þar geta fyrirtæki sem vilja nýta sér krafta VIRK skráð sig.

Verkefnið

Mæðrastyrkur

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur á 90 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni var fjáröflunarverkefninu Mæðrastyrkur hrundið af stað.

Í hverri viku aðstoðar Mæðrastyrksnefnd um 300 heimili, meðal annars með matargjöfum. Unnið var út frá hugmyndinni poki fyrir poka en hægt er að kaupa Mæðrastyrkspoka og styrkja þannig nefndina með upphæð sem nemur einum fullum poka af matvælum.

Listakonan Harpa Einarsdóttir teiknaði mynd sem prýðir pokann og aðra muni sem hægt er að kaupa til að styðja við samtökin. Myndin sýnir konu sem ver sig og ungann sinn fyrir utanaðkomandi ógn og táknar styrkinn og staðfestuna sem þarf að sýna til að halda velli í lífsins ólgusjó.

Hægt er að styrkja verkefnið með því að smella hér.

Má grilla þetta?

Krónan leitaði til okkar með sumarverkefni fyrir vörumerki sitt Grillsnilld. Niðurstaðan var að sýna minna af kjöti og „hefðbundnum“ grillvarningi, en þeim mun meira af ýmsu meðlæti eða óvenjulegum grillhugmyndum og jafnvel því sem alls ekki mætti grilla. Stórskemmtilegt verkefni sem leysti úr læðingi ýmsar vísindalegar tilraunir og mikla skemmtun við grillun fótbolta og frostpinna svo dæmi séu tekin. Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir gæddi síðan textana lífi.

Verkefnið


Fyrirmyndarfyrirtækið Pipar\TBWA 2018

Við tókum þátt í VR vinnustaðakönnuninni nú eins og alla jafna áður. Viðurkenningar eru veittar í þremur stærðarflokkum, 15 efstu í hverjum flokki hljóta tilnefningu en fimm efstu fá að auki nafnbótina Fyrirtæki ársins. Niðurstaðan var sérlega ánægjuleg að þessu sinni því í hópi stórra fyrirtækja, þar sem starfsmenn eru 50 eða fleiri, náðum við þeim árangri að vera meðal þeirra fimm fyrirtækja sem eru Fyrirtæki ársins 2018. Við erum ansi glöð með það.

Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar?
Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
FIMMTUDAGUR er sendur til viðskiptavina og vina Pipars\TBWA.
Ég vil gerast áskrifandi að Fimmtudegi
Fimmtudagur kemur alla jafna út fyrsta fimmtudag í mánuði
Takk fyrir að gerast áskrifandi að Fimmtudegi
Því miður kom upp villa. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.