Fimmtudagur

FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKSMOLAR UM MARKAÐSMÁL OG AUGLÝSINGAR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKSMOLAR UM MARKAÐSMÁL
OG AUGLÝSINGAR
#96
3/5/2018
Hvor vanginn kemur betur út?
Höfum gaman af 'essu
Kveiktu á gleðinni
Vörumerkið Icelandic til íslensku þjóðarinnar
Básar í Brussel
Hvor vanginn kemur betur út?

Staðalbúnaður á öllum árshátíðum og brúðkaupum þessa dagana er myndakassi þar sem hægt er að taka myndir af sér og deila á samfélagsmiðla. Sumir fara margar, margar ferðir í kassann. Þeim sem eldri eru finnst þetta hálfskrýtið. Sömuleiðis þetta með sjálfurnar og tilheyrandi kjánaprik. Nútímafólk veit einnig allt um það hvor vanginn kemur betur út á mynd og lætur ekki bjóða sér að pósa nema betri hliðin fái örugglega að njóta sín. En er þetta svo frábrugðið því sem var? Hafa ekki allir mest gaman af því að skoða myndir af sjálfum sér og sínum?

Það er líka gaman að skoða myndir af þeim sem maður „þekkir“ og þar er fræga fólkið meðtalið. Aðrir koma manni lítið við. Maður verður einfaldlega að tengja. Þetta gildir líka um það að miðla upplýsingum um vöru og þjónustu. Skilaboðin verða að hitta. Og úr því við nefnum þjónustu, tölum þá aðeins um þjónustulund. Hana fá reyndar sárafáir í vöggugjöf. Margir geta að vísu tileinkað sér hana. Sumir eru raunar þannig gerðir að geta aldrei látið síma hringja út, opna fyrir manni dyr í ýmsum skilningi, ávallt boðnir og búnir öðrum til hjálpar. Þjónusta er grunnurinn í okkar starfi á auglýsingastofum, að leysa úr því hverju sinni að bera fram góðan rétt sem ilmar vel og lítur fallega út. Rétt sem höfðar til manns sem neytanda og kemur manni við á einhvern hátt.

Höfum gaman af 'essu

Vinahópur Olís er nýr vildarklúbbur lykil- og korthafa Olís og ÓB. Auk fastra afsláttarkjara og fríðinda geta meðlimir nýtt sér ýmis skemmtileg tilboð hjá fjölda samstarfsaðila. Kjörorð vinahópsins er „Höfum gaman af 'essu“ – en hvað finnst okkur gaman? Og er hægt að sameina eldsneyti og skemmtun? Í nýjum auglýsingum fylgjumst við með valinkunnum leikurum í hlutverki „markaðsdeildar“ sem stendur frammi fyrir erfiðri áskorun. Leikstjórn var í höndum Óskars Jónassonar.

Verkefnið

Kveiktu á gleðinni

Fátt kveikir betur á gleðinni en að setjast niður og slaka á yfir góðri sjónvarpsdagskrá. Pipar\TBWA vann á dögunum nýtt auglýsingaefni fyrir Stöð 2. Uppistaðan í því var sjónvarpsauglýsing, auk prent- og vefefnis. Aðalpersóna og eini leikari í auglýsingunni var sjálfur Laddi sem dansaði framhjá ótalmörgum sjónvarpsskjám þar sem mátti bera kennsl á ýmsa vinsæla þætti og myndir hjá Stöð 2. Skot sá um framleiðslu og leikstjórn var á hendi Þorbjörns Ingasonar.

Verkefnið

Vörumerkið Icelandic til íslensku þjóðarinnar

Vörumerkið Icelandic var upphaflega skráð 1975 sem vörumerki fyrir íslenskt sjávarfang og er með sterka stöðu á alþjóðavísu. Undanfarin misseri höfum við unnið ýmis verkefni fyrir Icelandic, bæði vef- og umbúðatengd. Mikil vinna hefur verið lögð í að útvíkka vörumerkið Icelandic svo það geti nýst og stutt við ýmiskonar íslenska starfsemi. Eigendur vörumerkisins, Icelandic Trademark Holding, gáfu íslensku þjóðinni vörumerkið við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu í apríl og er því ætlað að verða gæðamerki fyrir íslenskar vörur á erlendum markaði.

Verkefnið

Básar í Brussel

Sjávarútvegssýningin Seafood Expo Global var haldin í Brussel núna í apríl. Á sýningunni koma saman fjölmargir af helstu kaupendum og seljendum vara tengdum sjávarútvegi hvaðanæva að úr heiminum. Tveir af viðskiptavinum okkar, Skaginn 3X og Icelandic voru með bása á þessari sýningu. Við höfðum í nógu að snúast vikurnar og dagana fram að sýningunni við gerð margskonar kynningarefnis fyrir þessa viðskiptavini. Básana sjálfa hönnuðum við reyndar í fyrra.

Hvers vegna er fimmtudagur besti dagur vikunnar?
Hann er þægilega nálægur helginni og nógu fjarlægur mánudegi.
FIMMTUDAGUR er sendur til viðskiptavina og vina Pipars\TBWA.
Ég vil gerast áskrifandi að Fimmtudegi
Fimmtudagur kemur alla jafna út fyrsta fimmtudag í mánuði
Takk fyrir að gerast áskrifandi að Fimmtudegi
Því miður kom upp villa. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.