31/10/2018

Allt í plati?

Blekkingar eru bannaðar í auglýsingum en einu sinni á ári fá fyrirtæki fullt leyfi bæði siðanefndar SÍA og almennings til þess að, tja, ljúga að neytendum.

Fjölmiðlar hafa haft þetta leyfi líka en þeir hafa í gegnum tíðina lagt sig fram við að birta stóra falsfrétt á þessum degi sem margir bíða spenntir eftir. Það vakti athygli í ár að ekkert aprílgabb var í neinum sjónvarpsfréttum en sjónvarpsstöðvar á Norðurlöndunum ákváðu í sameiningu að vera ekki með gabb í ár vegna þeirra umræðna sem geysa varðandi falsfréttir.

Eitthvað virðast aprílgöbbin einnig hafa minnkað töluvert hjá fyrirtækjum en hjá þeim sem nota tækifærið er vinsælt að kynna nýjar vörur eða þjónustu til leiks. Þar má meðal annars nefna Interp-Brit, sem breytir breskum hreim í bandarískan, frá bresku streymisveitunni BritBox, fjarstýringarsokkana frá Roku og nýju Lego-ryksuguna sem flokkar kubbana eftir lit og lögun.

Við göbbuðum engan en langar ósköp mikið í fjarstýringarsokka og Lego-ryksugu.

Til baka