Fyrirspurnir um ný viðskipti
Guðmundur Pálsson
gudmundur@pipar-tbwa.is
Fyrsti apríl er nýliðinn og að vanda kepptust fjölmiðlar, fyrirtæki og almenningur við að láta grunlausa hlaupa apríl. Stórfyrirtæki á borð við Google létu sitt ekki eftir liggja, en þar á bæ kynntu menn m.a. Google Gnome og Google Wind. Amazon kynnti Petlexa til sögunnar og skyndibitastaðir úti í heimi auglýstu örborgara og bláan kjúkling. KFC í Kanada bauð raddstýrðar fötur, fyrsta lóðrétta bíótjaldið var afhjúpað og IKEA í Bandaríkjunum breytti Smálöndunum í Stórland fyrir fullorðna.
Fyrir áhugasama um aprílgöbb bendum við hér á samantekt Adweek.