15/1/2018

Auglýsingar í sýndarveruleika

Krossmiðlun var haldin í þriðja sinn í Hörpu föstudaginn 24. febrúar. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar að þessu sinni var sýndarveruleiki og möguleikar auglýsinga og markaðssetningar í þeirri hröðu þróun sem orðið hefur í heimi sýndarveruleikatækninnar.

Fyrirlesarar voru úr ýmsum áttum en voru hver öðrum áhugaverðari; Sigurður Ásgeir Árnason frá Drexler, Tristan Elizabeth Gribbin frá FLOW VR, Thor Gunnarsson frá Sólfari, Stefanía G. Halldórsdóttir frá CCP og Joshua Hirsch, yfirmaður tæknilausna hjá TBWA\Worldwide.

Deginum lauk svo með Krossmiðlunarpartíi hér í Guðrúnartúninu þar sem gestum gafst tækifæri til að prófa ýmsar spennandi græjur.

Við þökkum öllum fyrirlesurum og gestum fyrir fróðlegan og vel heppnaðan dag!

Til baka