19/3/2018

Baker Lambert á næstu Krossmiðlun

Nú getum við tilkynnt með stolti að sjálfur Baker Lambert mun heiðra okkur með nærveru sinni á Krossmiðlun 2018. Lambert ber titilinn Global Data Director (hnattrænn gagnastjóri) hjá TBWA\Worldwide. Eftir farsælan feril í viðskiptum sparkaði hann af sér spariskónum og hóf störf hjá TBWA árið 2012. Hann hefur síðan komið að risaherferðum fyrir t.a.m. Nissan, Airbnb, Gatorade, Adidas, Twitter og GoDaddy.

Hugðarefni Baker Lambert eru öflun upplýsinga, úrvinnsla þeirra, rökfræði, hugvit og hvernig nota má þetta allt til að flýta framtíðinni. Í frítíma sínum vinnur hann launalaust að margvíslegum verkefnum. Sem ástríðukafari endurhannaði hann björgunaraðgerðakerfi í sjó og var í framhaldinu fenginn af NASA til að þjálfa geimfara. Þá kemur hann reglulega að þróun og markaðsetningu tölvuleikja og aðstoðaði SpaceX nýlega við eldflaugatilraunir sínar.

Já, við hlökkum til!

Til baka