31/10/2018

Getur markaðsstarf orðið listrænt meistaraverk?

Febrúar er loksins mættur og það er mál æði margra að janúar hafi verið með lengsta móti. Við á Pipar\TBWA erum einmitt á því líka. Janúar var kaldur, umhleypingasamur og dimmur. Lífsspekin „núvetur“ hefur verið okkur gagnleg, hún gengur út á að njóta myrkursins og kuldans og reyna að átta sig á jákvæðu hliðunum við þetta allt. Myrkrið lýsist upp og í stað þess að hrylla okkur yfir kuldanæðingi er einfaldast að klæða sig vel og fara út. Þá er kannski ekki eins kalt og maður hélt.

Á dögunum heyrðum við pistil á Rás 1 sem heitir Pólitík í Pizzulandi. Höfundurinn, Halldór Armand Ásgeirsson, spáir í hvernig alþjóðlegri skyndibitakeðju, Domino’s í þessu tilfelli, hefur tekist að gera pizzu að „samfélagslegu hreyfiafli á Íslandi“. Domino’s sameini einfaldlega þjóðina, viðurkenningin sé algjör. Um leið veltir hann fyrir sér hvort að einsleitni samfélagsins eigi sinn þátt í því og telur að svona gæti hvergi gerst nema hér. Velgengni Góðgerðarpizzunnar sjálfrar kristallist í „…okkar eigin hugsjóna- og inntakslausa lífsstíl“, við getum látið gott af okkur leiða og fengið góða pizzu í leiðinni. Hann vill ennfremur meina að hér sé aðeins um snjalla auglýsingaherferð að ræða, auglýsingatækifæri sem eigi ekkert skylt við góðverk. Eða eins og hann orðar sjálfur: „Bara mjög snjöll branding-vinna, eins og það væri kallað í auglýsingaheiminum.“ Ja, við ætlum ekki að mótmæla því. Verkefni okkar í þessu samhengi er að koma skilaboðum á framfæri í búning. Skemmtilegur pistill sem vert er að lesa

Til baka