31/10/2018

Hittir þú of vel í mark?

Auglýsingatímarit tala gjarnan um að auglýsendur „sói“ birtingum á neytendur sem hafa engan áhuga á þeirri vöru eða þjónustu sem verið er að auglýsa. Í dag geta fyrirtæki nefnilega valið nákvæmlega hverjir sjá auglýsinguna, hvar þeir sjá hana og hvenær. Síðan geta þessir sömu auglýsendur mælt hversu margir kaupa vöruna eða þjónustuna í gegnum þessa einu auglýsingu. 

Í kjölfar þessarar þróunar hafa sumir auglýsendur tileinkað sér ákveðin skammtímamarkmið enda freistandi að miða beint á vænlega kaupendur og geta svo mælt árangurinn. Þetta getur þó á vissan hátt verið hættulegt ef ekki er hugað að langtímamarkmiðum vörumerkisins. Ef við einblínum einungis á þá sem eru nú þegar líklegustu kaupendurnir verða markhóparnir svo þröngir að við náum aldrei að fanga athygli allra hinna mögulegu kaupendanna en mikilvægi þeirra fyrir framtíð og stækkun vörumerkisins er auðvitað talsvert. 

Á Pipar\TBWA teljum við okkur vera með eina fremstu stafrænu deild landsins. Við höfum yfir að ráða tólum, tækjum, þekkingu og reynslu og við vitum hvað virkar og hvað ekki. Fjölmiðlaheimurinn og ekki síst sá stafræni verður stöðugt flóknari og því enn mikilvægara en áður að birtingar séu á hendi fagfólks sem kann til verka svo hægt sé að ná til neytenda og byggja upp vörumerkjavitund.

Til baka