15/1/2018

Instagram Stories tekur fram úr Snapchat

Snapchat ruddi braut nýrra leiða í samfélagsmiðlun þegar smáforritið sló í gegn árið 2012. Síðan hafa margir reynt að næla sér í bita af kökunni en án teljandi árangurs. Á meðan Facebook Stories virðist nú vera á hraðri leið niður um hið rafræna niðurfall alnetsins hefur Instagram Stories loksins tekist að höggva skarð í skildi Snapchat og hefur nú fleiri daglega notendur á heimsvísu eða 200 milljón gegn 158 milljónum.

Fyrir áhugasama um uppruna þessarar fréttar er hægt að smella hér

Til baka