15/1/2018

Like-beitur líða undir lok

Undir lok síðasta árs ákvað samfélagsmiðillinn Facebook að breyta algrími síðunnar á þann hátt að þær færslur sem fiska eftir þátttöku notenda, eða svokallaðar „like-beitur“, sem hvetja fólk til þess að líka við færslu, deila henni eða skilja eftir athugasemd, birtast nú neðar í fréttaveitum síðunnar. 

Sérfræðingar Facebook fóru yfir og flokkuðu hundruð þúsunda innleggja á síðunni og kenndu síðan tölvu að greina mismunandi tegundir beitufærslna. Í fréttatilkynningu frá Facebook varaði samfélagsmiðillinn umsjónarmenn Facebook-síðna við þessum nýju verkferlum en komi síðurnar til með að brjóta ítrekað af sér þá verður þeim refsað með talsvert minni dreifingu þeirra færslna. 

Miðillinn tekur samt fram að færslur sem biðja fólk um hjálp, til dæmis við að leita að týndri manneskju, almenna ráðgjöf eða leitast eftir styrkjum til góðgerðastarfsemi munu ekki verða fyrir áhrifum nýja algrímsins. Nánar fyrir þá sem vilja.

Til baka