19/10/2018

LinkedIn

Auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa verið fyrirferðarmiklar á einstaklingsmarkaði síðustu ár. En hvaða miðill skyldi henta vel þegar fyrirtæki vilja beina auglýsingunum að öðrum fyrirtækjum (B2B marketing)? Svarið við því er klárlega: LinkedIn. Fjöldi notenda þess miðils hér á landi fer vaxandi og þeir koma aðallega úr viðskiptaumhverfinu. Af hverju ættu fyrirtæki að nota LinkedIn frekar en aðra miðla í B2B til að kynna vörur sínar og þjónustu? Miðillinn býður upp á fjölmarga möguleika til að ná til ákveðins markhóps. Þær breytur sem hægt er að velja markhópinn út frá eru t.d. starfstitill, heiti fyrirtækis, hópar út frá áhugamálum, hæfileikar einstaklings og menntun. Einnig býður LinkedIn upp á að búa til markhópa út frá samansöfnuðum listum af netföngum, símanúmerum og nöfnum.

 

Möguleikarnir til að koma skilaboðunum á framfæri með LinkedIn eru fjölbreyttir; til dæmis auglýsingafærslur með mynd eða myndbandi, auglýsingaskilaboð sem send eru beint í innhólfið hjá markhópnum eða stuttar texta auglýsingar. PayPal er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa nýtt sér þennan miðil á árangursríkan hátt. Áður keypti PayPal safn af gögnum frá utanaðkomandi aðilum sem mestmegnis sýndu fremur ónákvæmar sölutölur frekar en raunverulegar upplýsingar um notandann. LinkedIn gjörbreytti auglýsingaferli PayPal þar sem fyrirtækið þurfti ekki lengur á þessum fyrri gögnum að halda, heldur einungis nafn fyrirtækisins sem þau vildu ná til með auglýsingum sínum. Með þessu móti náðist umtalsverður sparnaður í söluferlinu og mikil söluaukning.

 

Selur fyrirtækið þitt vörur eða þjónustu til annarra fyrirtækja? Þá er tilvalið að geta náð beint til þeirra sem eru skráðir sem innkaupastjórar, viðburðastjórar eða í skipulagsnefndum fyrirtækja. Þar sem LinkedIn er ennþá tiltölulega lítið notaður miðill í auglýsingaskyni hérlendis er mikill möguleiki að ná til markhópsins fyrir heldur lægri upphæð en á öðrum miðlum – og á áhrifaríkari hátt.

 

Við hjá Pipar\TBWA höfum á síðustu árum sérhæft okkur í netmarkaðssetningu og birtingum á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Instagram, Twitter, LinkedIn og YouTube. Nýverið sameinaðist The Engine Pipar\TBWA og hefur fyrirtækið með því styrkt stöðu sína enn frekar á þessu sviði en The Engine býr yfir mikilli reynslu og þekkingu í greininni og hefur unnið með stórum viðskiptavinum hér heima og erlendis. Með sameiningunni höfum við því tök á að sinna enn fleiri, stærri og flóknari verkefnum fyrir viðskiptavini okkar hér á landi og erlendis.

Til baka