27/2/2018

Morgunverðarfundur Pipar\MEDIA 25. október

Það var góð mæting á morgunverðarfund hjá okkur þar sem farið var yfir helstu fjölmiðlamælingar og þróun síðustu 10 ára skoðuð.

Árið 2016 var hlutfall línulegs áhorfs um 87% af heildaráhorfi sjónvarps. Á sama tíma hefur notkun stafrænna miðla aukist mikið ásamt netbirtingum. Farið var yfir breytingar sem hafa átt sér stað í auglýsingum með tilkomu stafrænna miðla og hvernig auglýsendur nýta sér nýjustu tækni til þess að ná til markhópsins, ekki síst yngri hópanna. Einnig var stuttlega fjallað um áhrifavaldamarkaðssetningu og hvaða tækifæri felast í henni og sýnd dæmi um hvernig fyrirtæki hér á landi hafa nýtt sér hana á farsælan hátt.

Ljóst er að notkun fjölmiðla er að breytast og líklega hefur aldrei verið mikilvægara að þekkja markhópinn vel til að finna réttu miðlablönduna sem hæfir skilaboðunum.

Til baka