15/1/2018

Orka og ný tækifæri

Lesendur þessa fréttabréfs hafa mögulega rekið augun í að grunnlitir þess eru nú gulur og svartur en ekki rauður og hvítur. Pipar\TBWA er hluti af auglýsingastofukeðjunni TBWA sem er ein af stærri slíkum í heiminum. Það er óhemju dýrmætt fyrir okkur sem stofu að hafa aðgang að tengslaneti, þekkingu, reynslu, rannsóknum og verkefnaskrám (case-studies) frá stofum innan TBWA-keðjunnar.

Grunnhugmyndafræði TBWA byggir á hugtakinu „disruption“ (umbreytingu) en það snýst um að skoða og skilgreina ríkjandi hefðir og venjur og skoða hverjar eru hamlandi og hverjar ekki. Við sköpum nýja sýn sem færir okkur frá kyrrstöðu til vaxtar og nýrra tækifæra. Í þessa vinnu notum við þau tól og aðferðafræði sem TBWA\Worldwide hefur þróað.

Pipar\TBWA er „disruption“-stofa landsins þar sem meginmarkmiðið er ávallt að ná í gegn. Að láta rödd sína heyrast í gegnum háværa tilveru og áreiti hversdagsins fyrir og með viðskiptavinum okkar. Hafa áhrif og ná árangri. Umbreytingum fylgir orka og ný tækifæri og í ljósi þess gerðum við útlitsbreytingar hjá okkur sjálfum og fylgjum dæmi TBWA\Worldwide. Sú stofa vann einmitt bronsverðlaun fyrir hönnun nýrrar ásýndar á auglýsingahátíðinni í Cannes í júní síðastliðnum.

 
Til baka