3/12/2018

TBWA valin Global Agency of the Year

Í morgun fengum við þær ánægjulegu fréttir að TBWA hafi enn og aftur verið valin „Alþjóðleg stofa ársins“ af auglýsingatímaritinu Adweek.

Í rökstuðningi Adweek segir meðal annars að á árinu 2018 hafi TBWA búið til auglýsingar sem eru með þeim bestu í heimi, byggt upp ný viðskiptatengsl í öllum heimshornum, enn aukið fjölbreytileikann í hópi stjórnarfólks, styrkt stöðu sína á lykilsvæðum eins og Kína og kynnt til leiks nýjar aðferðir sem endurskilgreina virði þess starfs sem auglýsingastofur geta unnið fyrir viðskiptavini sína.

Í bréfi frá Troy Ruhanen, alþjóðlegum forstjóra TBWA-keðjunnar segir meðal annars:

„Þetta er mikill heiður og staðfestir árangur allra stofanna í keðjunni og gæði þeirrar skapandi vinnu sem við vinnum um allan heim. Þótt margar stofanna hafi verið valdar stofur ársins í sínum löndum er þessi titill, „Alþjóðlega stofa ársins“, sérstaklega ánægjulegur, því hann snýst um okkur öll. Og sýnir vel þann kraft sem býr í rúmlega 11.000 skapandi höfðum.“

Við tökum að sjálfsögðu undir hamingjuóskir Troys til félaga okkar um allan heim og höldum áfram að vinna með bros á vör.

Hér má sjá umfjöllun Adweek. https://www.adweek.com/agencies/global-agency-of-the-year-tbwa-is-once-again-in-a-golden-age-of-disruptive-creativity/

Til baka