31/10/2018

Viltu að hugmyndin þín dafni eða deyi?

ki: Myndavél, Leatherman og clipboardið mitt. Áður en ég fer á tökustað eru skrefin sem þarf að taka hinsvegar óteljandi. Skrif, endurskrif, hugmyndavinna, vettvangskannanir, fundir, storyboards, skissur, leikaraprufur, æfingar, art direction og margskyns annar undirbúningur. Tökudagurinn sjálfur er kannski 5% af vinnunni sem fer í að búa til auglýsingu.

Mikilvægasti hluti undirbúningsins er þó hugmyndavinnan. Bæði sjálf grunnhugmyndin en ekki síður sú vinna sem fer í að skrifa handrit og þróa heiminn sem sagan gerist í. Ég hef of oft séð góðar hugmyndir verða að slæmri afurð vegna þess að ekki er lögð nægileg vinna í að klára hugmyndirnar, kafa ofan í þær, brjóta þær niður, viðra þær og spyrja krefjandi spurninga. Þetta er sá hluti vinnunnar sem hefur minnstan glamúr, þetta eru skotgrafirnar þar sem hugmyndafólk þroskast og dafnar, eða deyr. Það er miklu skemmtilegra að vera á brainstorm-fundum en að sitja við tölvuna og hamra út 30 útgáfur af sömu hugmyndinni. Og það er líka miklu skemmtilegra að vera á tökustað en að sitja við skrifborðið að endurskrifa handrit eða búa til skotlista og tökuplan. Öll þessi skref eru þó mjög mikilvæg.

Þegar á tökustað, og seinna í klippiherbergið, er komið skilar þessi vinna sér margfalt. Allt tökuliðið finnur strax fyrir því þegar hugmyndirnar ganga upp, eru þroskaðar og vel úthugsaðar. Það gerir tökudaginn að leik frekar en erfiðri vinnu.

Lykilatriði í þróunarvinnunni er náin samvinna tökuliðs og hugmyndateymis. Ef þessi tenging rofnar er hætt við því að hugmyndir fái ekki að þróast nægilega eða þá að þær þróist í ranga átt. Flæði upplýsinga milli leikstjóra og hugmyndateymis þarf því alltaf að vera gott. Flæðinu þarf svo að fylgja eftir alla leið í gegnum eftirvinnslu til að enda með frábæra afurð sem er öllum til sóma.

– Snorri Sturluson, leikstjóri\hugmyndasmiður

Til baka