Happdrætti Háskóla Íslands

Byggingar í 80 ár

Happdrætti Háskóla Íslands fagnaði 80 ára afmæli 2014, en fyrst var dregið árið 1934. Á þessum 80 árum hefur Happdrættið fjármagnað yfir 20 byggingar Háskóla Íslands, margskonar viðhald og tækjakaup og eflt rannsóknarstofur skólans. Auk þess rennur föst upphæð árlega til Rannsóknamiðstöðvar Íslands, Rannís, sem ætlað er að treysta stoðir íslensks þekkingarsamfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu.

Þessi nýja auglýsing var gerð til að sýna svart á hvítu alla þá gríðarlegu uppbyggingu sem happdrættið hefur staðið fyrir í þágu menntunar í landinu.

Auglýsingin var unnin í samvinnu við RVX (Reykjavík visual effects) og Erla María Árnadóttir myndskreytir lagði til vatnslitateikningar. Óskar Einarsson samdi tónlist, Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona las og Biggi Tryggva hljóðsetti.

Happdrætti Háskóla Íslands

Byggingar í 80 ár

Happdrætti Háskóla Íslands fagnaði 80 ára afmæli 2014, en fyrst var dregið árið 1934. Á þessum 80 árum hefur Happdrættið fjármagnað yfir 20 byggingar Háskóla Íslands, margskonar viðhald og tækjakaup og eflt rannsóknarstofur skólans. Auk þess rennur föst upphæð árlega til Rannsóknamiðstöðvar Íslands, Rannís, sem ætlað er að treysta stoðir íslensks þekkingarsamfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu.

Þessi nýja auglýsing var gerð til að sýna svart á hvítu alla þá gríðarlegu uppbyggingu sem happdrættið hefur staðið fyrir í þágu menntunar í landinu.

Auglýsingin var unnin í samvinnu við RVX (Reykjavík visual effects) og Erla María Árnadóttir myndskreytir lagði til vatnslitateikningar. Óskar Einarsson samdi tónlist, Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona las og Biggi Tryggva hljóðsetti.

Viltu vita meira?

Guðmundur
Framkvæmdastjóri – CEO
Næsta
Til baka
Fyrri