Prince Polo

Hluti af fjölskyldunni

Við tókum Prince Polo með í sumarfríið

Vorið 2013 var ráðist í framleiðslu á auglýsingaherferð fyrir Prince Polo, sem hefur verið hluti af fjölskylduhefðinni í yfir 50 ár.

Herferðin samanstóð af auglýsingum og leik á netinu þar sem allir gátu tekið þátt með því að senda skemmtilegar sumarmyndir inn á vefsíðu leiksins í gegnum sérstakt app fyrir snjallsíma.

Leiknum var vel tekið og fjöldi skemmtilegra mynda barst inn á heimasíðu átaksins. Því var ákveðið að endurtaka leikinn sumarið 2014.

Sjónvarpsauglýsing: Íslenskt ættarmót

Auglýsingin var tekin upp á sólríkum degi við Skógafoss. Íslensk ættarmótsstemming var tengd við hefðina fyrir Prince Polo súkkulaðikexinu hérlendis í yfir 50 ár. Okkur til mikillar gleði var auglýsingin valin í úrval á vefsíðunni Shots.net, sem er einn helsti auglýsingamiðill heims.

Framleiðandi: Pegasus, leikstjóri: Rúnar Ingi Einarsson.

APPIÐ

Með því að hlaða niður appi í snjallsíma var hægt að taka myndir og senda inn á vefsíðu leiksins. Skemmtilegar myndir voru síðan dregnar út og eigandi myndarinnar fékk vinning.

VEFUR

Vettvangur Prince Polo leiksins var skalanlegur vefur og honum til stuðnings var Prince Polo appið. Þátttakendur leiksins tóku myndir og settu inn á vefinn annaðhvort beint eða í gegnum appið. Á vefnum var hægt að skoða allar innsendar myndir og þar birtust líka nöfn vinningshafa. Vefurinn var búinn til hjá Skapalóni.

Prince Polo

Hluti af fjölskyldunni

Við tókum Prince Polo með í sumarfríið

Vorið 2013 var ráðist í framleiðslu á auglýsingaherferð fyrir Prince Polo, sem hefur verið hluti af fjölskylduhefðinni í yfir 50 ár.

Herferðin samanstóð af auglýsingum og leik á netinu þar sem allir gátu tekið þátt með því að senda skemmtilegar sumarmyndir inn á vefsíðu leiksins í gegnum sérstakt app fyrir snjallsíma.

Leiknum var vel tekið og fjöldi skemmtilegra mynda barst inn á heimasíðu átaksins. Því var ákveðið að endurtaka leikinn sumarið 2014.

Sjónvarpsauglýsing: Íslenskt ættarmót

Auglýsingin var tekin upp á sólríkum degi við Skógafoss. Íslensk ættarmótsstemming var tengd við hefðina fyrir Prince Polo súkkulaðikexinu hérlendis í yfir 50 ár. Okkur til mikillar gleði var auglýsingin valin í úrval á vefsíðunni Shots.net, sem er einn helsti auglýsingamiðill heims.

Framleiðandi: Pegasus, leikstjóri: Rúnar Ingi Einarsson.

Viltu vita meira?

Guðmundur
Framkvæmdastjóri – CEO
Næsta
Til baka
Fyrri